Members Area

Recent Photos

                               ... Velkomin á vefsíðu mína ...

      

Það hefur tekið mig meir en 10 ár að koma þessum skilaboðum til mannkyns áfram, sem hér eru rituð. Ég hef ekki haft hugrekki til að segja frá þeim nema að litlu leyti, fyrr en nú ...

              Ágúst 1999  SKILABOD TIL MANNKYNS  frá

                                                  

Maríu guðsmóðir mannkyns á jörðinni og verndara á þeim ógnartímum, sem mannkyn á í framundan;

Kom hún til mín í draumi og vaknaði ég brátt og ritaði niður orð hennar, sem til mín bárust ;

Möguleiki mannsins á að komast af er undir honum sjálfum komið. Ljós mannkyns mun aftur loga og þá í kærleik og sannleik. Í hugarfylgsnum mannsins býr allur skilningur heimslögmálanna, sem fæstir vita af, skilja eða skynja. Stormar og næðingur munu umlykjast mennina, hina holdlegu líkama, líkt og stormsveipir hafa geysast um huga þeirra í neikvæðum straumum. Þeir finna er Móðir jörð vill losna undan oki þessara hugsana, svo úr verða náttúruhamfarir. Umburðarlyndi og mannkærleik þarf að boða. Orku mannkyns þarf að koma í réttan farveg. Munið að í hverjum hlut og hverri hugsun býr orka. Í fyllingu tímans mun skilningurinn opnast og svörin flæða fram.

Fræða skyldi börnin í upphafi. Þau hafa framtíðina í höndum sér. Ef sérhvert barn yrði upplýst um vorn himneska Föður (Almættið) og fengi skilning á veru og tilgangi lífsins hér, yrði allt svo miklu auðveldara. Lausnin á lífsgátunni er miklu nær en sérhvern grunar. Með börnunum mun lyklinum snúið og allt mun uppljúkast. Horfið og þér munuð sjá ! Hlustið og þér munuð heyra ! Til yðar mun talað og þér munuð skilja ! Sannleikann verðið þér að boða áfram. Skilningurinn þarf að berast áfram til hins næsta, því sérhvert yðar hefur fræið í höndum sér, sáið því í frjóan jarðveg og upp mun vaxa fagurt blóm. Boðorðin skyldi í heiðri höfð. Sjálfsagt skal það vera að börnin alist upp við þau strax á heimilum sínum. 

Virðing hefur þverrað fyrir öllu sem er. Gengið hefur verið yfir og á lögmálin. Kenna þarf að þakka vorum himneska Föður. (Almættinu) Of margir gleyma því, að heyrðar eru bænir og fleiri rætast ef menn muna. Guðs ljós mennirnir eru, þó fæstir af því vita ! Kenna skal betur mun á réttu og röngu. Fræðslan skal byrja á heimilum, barnaheimilum og skólum. Uppfræða skal lýðinn, en umfram allt skal það í kærleik gjört, því hver og einn verður að finna sannleikann innra með sér. Aldrei má neyða neinn til trúar. Umvefjið börnin í ást og kærleik og þau munu gera slíkt hið sama við sín börn. Því börnin gera það sem fyrir þeim er haft. Þau munu hafa framtíð alla í hendi sér. Hóflegan aga þarf að sýna, því virðing lærist af honum.

Hið austurlenska og hið vestræna þarf að samstillast í hefðbundnu læknanámi. Koma skal læknamiðlurum, heilurum og öðrum er starfa við óhefðbundnar lækningar, í samband við lækna er opnir eru fyrir. Þroskagangan auðveldari verður. Mannkyn þarf að uppfræða að það sé í skóla lífsins. Líf fólks snýst um svo hégómlega hluti, oft í raun einskins verða, hér í þessum heimi. Þarf að boða að lífið hér og nú hefur áhrif á úrlausn lífsins og afleiðing verður, hvernig orsökin skapast. Allt tengist viðhorfum hvers og eins, hverju sinni og hvernig tekið er á málum er upp koma, veraldlegum, líkamlegum og andlegum.

Hin aldagömlu fræði er yoga kallast skyldu kennd í skólum, sem sjálfsagt námsefni samhliða stærðfræði, skrift og lestri. Lögsetja þarf að öll þessi fræðsla um líkamann og lífið er nauðsynleg og jafn sjálfsagt er, að sú vitneskja sé í bókum þeim er læra þarf og skylt er að kenna. Stjórnir landa þarf að uppfræða hve mikilvægt þetta sé. Því að í yogafræðunum felst allur skilningur lögmálanna. Í upphafi skildi endinn skoða ! Vitund mannsins er komin á tíma, skilmálar voru gerðir!

Manninum í hinu holdlega efni verður, að skiljast að tíminn er að renna upp er ákveðið var, að hafður væri til umráða. Stjórnir landa þarf að uppfræða að tímarnir eru í nánd ! Hver og einn leggur steinana í lífsgötu sína sjálfur. Og hver uppsker eins og hann sáir! Hraða verður boðskapnum því allt tekur sinn tíma. En aðlögunin verður að berast hratt til vitundar mannanna, því allt stefnir í átt til glötunar, ef ekki er rétt brugðist við. Sundrung mannkyns og stríðshörmungar, sem valdnýðsla, valdagræðgi og valdabarátta hafa orsakað og hefur verið svo blóðug og sár, verður að stöðva.

Móðir jörð fæðir alla, klæðir og umvefur. Og er mannkyn mun virða lífríki hennar og alheim allan í sátt og samlyndi, og sameinast í kærleikanum og ljósinu og tengjast innra með sér hinum Guðdómlega eigin Föður, skapara alls sem er. Þá munu landamæri falla og Hún mun hætta að berjast um og hrista af sér þetta ógurlega hatur og alla þá neikvæðu orkustrauma, sem nú flæða um og eitra allt í kringum sig. Mannkyni verður að lærast að öllum þessum drunga og sundrungu, er viðhaldið með hugsun og atferli. Andleg vitund mannsins hefur ekki fengið að þroskast samhliða þeirri holdlegu. Sá andlegi hefur verið skilinn eftir. Í vitund mannsins býr öll viska alheims, því að í hverjum ljósneista er frá Almættinu kemur, er Hann einnig. Allir eru af sama meiði, hinn hæsti og hinn lægsti, og eru því sama heildin.

Hafa skuluð þér kærleikann og fyrirgefninguna að leiðarljósi í orðum og gjörðum. Í orðunum “ Trú, von og kærleikur “ fellst meiri sannleikur, en sérhvern grunar ! Er þeir uppgvöta ljós heimsins, þá munu bræður og systur hætta að berjast, því sannleikurinn mun uppljúkast! Fegurð kærleikans er boðberi sannleikans.

Fegurð í hugsun og gjörð eflir samrunan við Hinn Æðsta er skóp yður.

ritað af Jóhönnu S. Ragnars. (josira)  

 

14 Mai 2010

Það hefur tekið mig um 10 ár að koma þessum skilaboðum til mannkyns áfram, sem hér eru rituð. Ég hef ekki haft hugrekki til að segja frá þeim nema að litlu leyti, fyrr en nú. Mér var í raun, bæði brugðið þegar þau bárust og einnig hvað fólk myndi halda um þau eða þá álíta mig ruglaða. Þegar þessi ofan skrifuðu orð, ásamt öðrum fóru að berast til mín vaknaði ég oft um miðja nætur, heyrði eða skynjaði einhvern veginn orðin-setningarnar í innri eyrum mínum og var knúin til að skrifa þau niður.

Í gegn um árin hef ég óskað þess svo oft að orð Maríu hefðu farið eitthvað annað. Til einhvers sem væri með kjark og getu til að koma þeim áleiðis. Marg oft hef ég reynt að leggja þetta til hliðar og reyna að gleyma, en það gengur bara ekki. Þrýstingurinn verður einungis meiri með að koma þessu frá mér. Og mér er farið að lærast að þetta er verkefni, sem þarf að inna af hendi.

Með árunum horfi ég sífellt meir á orðin og heiminn í kringum mig og skynja orðið betur og betur hversu mikinn sannleik er að finna í þessum skilaboðunum. Og eins og það sem hefur verið að gerast hjá mannkyninu og á jörðinni nú hin síðari ár, þá get ég ekki lengur staðið álengdar, hlutlaus. Ég get í raun ekki lokað á að leyfa öðrum að öðlast innsýn og eignast sinn skilnig og sína skynjun á orðum þessara skilaboða. Það þarf að umvefja allt og alla með heilunar-og kærleiksorkunni eins og unnt er.Við mannkyn verðum að stefna til nýrra lífsviðhorfa, lífshátta og lífgilda. Við lifum á tímum mikilla hreinsunar og umbreytinga á öllum sviðum og hliðum. Ásamt innri og ytri átökum Allt eru þetta okkur miklir lærdómstímar, sem eiga að leiða okkur til aukins þroska og vitneskjan um hin duldu sannindi um hina andlegu og efnislegu heima, sem mætast í mannverunni eru sífellt að koma betur í ljós.

Johanna S.Ragnars. (josira)